Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2018 | 13:35
Lof mér að falla
Íslenska krónan ...
Veiking krónunnar skilar sér inn í vísitölu neysluverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2018 | 09:11
Að halda áfram og gefa jafnvel í
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2018 | 11:38
Þetta er ekki svona flókið
Vandamálið voru ekki erlendu innlánin og erlendu lánin sem slík heldur hvernig áhættustýringin var. Það að taka skammtímalán (sem þarf að endurfjármagna fljótlega) og áframlána sem kúlulán eða langtímalán (sem verða ekki endurgreidd fyrr en á lengri tíma) hlýtur að enda í slysi. Svipað með innlánin það þarf að tryggja að stór hluti þeirra sé bundin til lengri tíma.
Þetta er þekkt í áhættustýringu hjá þróaðri ríkjum að taka viljandi dýrari (hærri vexti) og lengri lán með í pakkann til að forða því að lenda í endurfjármögnunarvanda.
Innlánin mun kvikari en menn héldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2018 | 15:57
Argentína fylgdi ekki áætlun AGS
Það gerði hinsvegar Ísland. Með guðs blessun:)
Leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2018 | 10:23
Þetta er kjarni málsins
Norðmaðurinn bendir réttilega á að það þurfi nýjan samning við ESB ef að það á að taka inn tilskipanir utan fjórfrelsis þar sem vald er fært undir ESB- stofnanir. Ekki gengur til lengdar að troða tilskipunum sem eru gerðar fyrir innra samstarf ESB í núverandi EES-samning.
Þrír möguleikar eru í boði
1) Frysta núverandi EES-samning það er aðeins bæta inn nauðsynlegustu tilskipunum eða reglugerðum tengdu fjórfrelsi.
2) Gera nýjan tvíhliða samning við ESB sbr. Sviss og Bretland með eða an hinna EFTA-rÄ«kja.
3) Fara inn í ESB. Þyrfti að vera breið samstaða um slíkt á Íslandi áður.
Að sjálfsögðu á þjóðin að kjósa um framhaldið:)
Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2018 | 20:23
Hárrétt hjá Kristrúnu
Skuldlaus Ríkissjóður með lítinn gjaldeyrisvarasjóð var ein helsta ástæða hversu illa Ísland stóð í hruninu. Þótt að ríkið væri mjög lítið skuldsett þá var fjármögnun íslands næstum stopp, bæði innlend sem erlend sem hefði endað í stórslysi ef við hefðum orðið gjaldeyrislaus.
Þetta sést afskaplega vel á þeim vöxtum sem voru á RIKH 18 skuldabréfi upp á 300 milljarða sem gefið var út til að endurfjármagna bankakerfið. Uphhafsvextir voru milli 9,5 og 17,5 % fyrsta árið. Það var ekki skemmtilegt fyrir önnur íslensk fyrirtæki að hafa þetta til viðmiðunar
Nauðsynlegt að ríkissjóður skuldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2018 | 15:53
Ergelsið er heimatilbúið
Ákveðin öfl innan Íslands og sérstaklega Noregs vilja bæta við EES-samninginn og taka inn tilskipanir sem eru utan fjórfrelsis. Tilskipanirnar í Orkupakkanum eru meðal þeirra. Þetta hefur í för með sér valdaframsal til ESB-stofnana þar sem EFTA á enga aðild að.
Þessar tilskipanir, sem búið er að innleiða innan ESB, setja umsjón og eftirlit undir ESB-stofnanir og stofnanir innanlands eru settar beint undir það eftirlit (með reglugerðum). Ekki er hægt að ætlast til af ESB að breyta því í þágu EES-samningsins heldur verða EFTA-löndin að gera sérsamning við ESB. Slíkt á við um allt tengt auðlindastjórnun og hafa slíkir samningar verðir gerðir (t.d. um veiði á fisk úr flökkustofnum) án þess að EES-samningnum sé breytt. Það sama ætti að eiga við um orkuauðlindamarkaðinn, þ.e. í stað þess að EES-þjóðirnar taki upp (innra) regluverk ESB ætti hvert aðildaríki EFTA að gera sérsamning.
Það er ekki Evrópusambandið sem vill auka við EES-samninginn heldur Ísland og Noregur. Evrópusambandið vill helst bara að innri reglur eigi við um ESB-aðildaríki og ef ríki utan ESB eru stöðugt að taka inn tilskipanir og reglugerð af innri markaði vaknar sú spurning af hverju þau fari ekki bara alla leið. Það á bara að líta á EES sem sameiginlegt markaðs- og atvinnusvæði en ekki fara lengra með sameiginlega stjórnun og eftirlit en nauðsyn krefur. Því á ekki að innleiða tilskipanir í EES-samninginn sem krefja valdaframsals og eru utan fjórfrelsis.
Hins vegar er alveg ótvírætt að fylgja verður þeim reglum um frjálsan markað sem samið hefur verið um. Það á við varðandi frjálsa sölu og flutning á hráu kjöti eins og öðrum vörum. Við fengum þá fyrirvara (undanþágu) á sínum tíma að flytja ekki inn hrátt kjöt nema ef það væri vottað salmonellu-frítt. Það þýðir ekki að hengja sig núna í að það þurfi líka að vera sýklalyfja-frítt og gráta yfir því að sama krafa sé sett á íslenskt kjöt til útflutnings.
Álíta sjálfstæðið vera vesen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2018 | 20:42
Rétt en rangar forsendur
Í minnisblaðinu gefa menn sér eftirfarandi forsendur:
1) Innleiðing tilskipunar (2009/72/EB) verði með undanþáguheimild vegna einangraðs kerfis.
2) Að yfirumsjón orkumála sé afram hjá stjórnvöldum (ráðuneyti en ekki Orkustofnun (OS)) eins og það er núna. Það er að þau ráði hver muni fá að kaupa orkuna og á hvaða verði.
3) Að engin fari í að leggja sæstreng í íslenskri lögsögu nema í samvinnu við íslensk (ríkis-)fyrirtæki.
Þetta stendur allt og fellur með lagningu sæstrengs. Um leið og hann er kominn er Ísland ekki einangrað kerfi lengur heldur (líklega) hluti af sameiginlegum orku-og auðlinda-markaði ESB. Tilskipunin dregur meðal annars með sér reglugerð um að færa yfirumsjón með orkumálum frá stjórnvöldum til Orkustofnunar (OS) sem er svo sett undir hatt ACER (stofnunar á vegum ESB). Ath. að það er þegar i dag frumvarp um þetta á Alþingi https://www.althingi.is/altext/148/s/0184.html. þau mál sem falla undir ACER er ekki framsal á eignarétti eða stýringu orkuaauðlinda eins og Ólafur Jóhannes bendir réttilega á heldur snúast þau um það að ekki megi mismuna kaupendum á sameiginlegum orkumarkaði.
Einnig sker ACER út um millilandadeilur (sæstrengur er klassískt dæmi) og verð. Ef í tilviki Íslands yrði alvarlegur ágreiningur myndi málið væntanlega enda hjá ESA (sameiginlegum dómstól EFTA og ESB) en það er ekki lykilmálið í þessu heldur að verið sé að færa hluta auðlindastjórnar (ekki framsal á eignarétti samt) undir stofnun ESB þar sem EFTA-lönd eiga ekki fulltrúa.
Þannig að það þarf að skoða þessa tilskipun (og helst hafna henni) út frá þeirri forsendu að við séum með sæstreng inn á svæði í ESB. Með innleiðingu tilskipunarinnar getur og má hver sem hefur fjármagn byggt sæstreng til Íslands og farið í mál við íslensk orkufyrirtæki sem neita að afgreiða orku inná strenginn.
Hefur valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2018 | 17:49
Stutt kynning á EES-samningnum fyrir Guðlaug Þór
Elsku Gulli minn,
nú ertu hissa og reiður að ESB-sinnar vilji ekki bæta við EES-samninginn.
Ástæðan er sú að EES-samningurinn er samningur um innleiðingu á tilskipunum sem byggja á fjórfrelsi, þ.e frjáls flutningur fjármagns, fólks, þjónustu og vara. Í þessum samningi eru því undanskyldir þættir sem snúa að auðlindastjórn og fullveldi ríkja/stofnana á þeirra vegum.
Það ætti nú samt ekki að hafa farið framhjá þér að ESB sem slíkt hefur innleitt fullt af reglum og tilskipunum sem ekki eiga við EES heldur lönd ESB eingögu, m.a. varðandi sameiginlega skattastefnu, sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlega auðlindastjórn. Eitt þessara mála er sameiginleg stjórn orkumála sem byggir meðal annars á því að vald er fært frá aðildaríkjum til stofnanna innan ESB en í þeim stofnunum sitja að sjálfsögðu fulltrúar þessara aðildaríkja.
Það er eðlilega ekkert í (upphaflega) EES-samningnum sem gerir ráð fyrir slíkri sameiginlegri stjórn. Ef að við myndum innleiða tilskipanir tengdri sameiginlegri auðlindastjórn (sem er ekki hluti af fjórfrelsinu) þá værum við í raun að afsala okkur völdum til stofnana ESB en þar eiga EES-ríkin eðlilega engan fulltrúa. Við eigum og þurfum auðvitað ekki að gera það það er enginn að neyða okkur til þess. Það er líka óþarfi að líta á þetta sem einhvern greiða við Noreg, þeir geta alveg innleitt þetta í lög hjá sér (eða gert sérsamning) án þess að þetta fari í gegnum EES.
Sem dæmi um slíkt t.d. nefna samninga sem gerðir hafa verið um fiskveiði-kvóta úr flökkustofnum. Það hefur verið hægt að gera þá án þess að innleiða þetta sem tilskipun í EES-samninginn.
Með öðrum orðum kallinn mínn, þá megum við alveg segja nei þótt einhver nefnd á okkar vegum hafi sagt já, þar sem þjóðþingið og stjórnvöld á íslandi eiga lokaorðið.
Og jafnvel þótt okkur Evrópusinnum langi ofsalega í meira samstarf við ESB þá viljum samt ekki afsala okkur yfirráðum yfir auðlindamálum bara svona.
Þannig að endilega láttu nú fólkið í ráðuneytinu hjálpa þér með að skilja þetta og hætta að eyða svona miklum tíma í BREXIT, það er ekki okkar vandamál (ennþá).
Kær kveðja....
Tregða að byggja á tveimur stoðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Sigfússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar