Færsluflokkur: Bloggar

Er ekki spurning að nota þá samninga sem eru í gangi betur

Ísland og Noregur eru í dag með fríverslunarsamninga við 50+ ríki utan ESB auk EES-samningsins. Víðtækustu samningar sem Ísland hefur gert utan EES er við Færeyjar og síðast Bretland. Þeir eru byggðir á sama prinsippi og EES og eru ekki betri en sambærilegir að mörgu leiti. Í samningum við Bretland er þó ekki að fullu frjálst flæði vinnuafls og fjármagns.

EES samningurinn, sem er við ríki innan ESB, tryggir fjórfrelsið, þ.e. fólk, fjármagn, vörur (ekki alveg tollfrjálst) og þjónustu. Hann nær ekki lengra að óbreyttu nema ef aðildarlönd ákveða að bæta inn fleiri liðum (sbr. orkupakka og persónuverndarlög).

Nú þurfa Jón og félagar að útskýra hvernig þeir ætli sér að ná betri samningum og færri hindrunum viðskipta með því að fara úr EES. Nokkrar staðreyndir

1) EES samstarf okkar hindrar tæknilega ekki okkur í að gera fríverslunarsamninga við lönd utan ESB. Dæmi um þetta er fríverslunarsamningar okkar við Færeyjar, Sviss og Kína (ég ætla ekki að telja upp hina 50 sem eru næstum ekkert notaðir)

2) Það virðist einhver misskilningur vera í gangi að ef við hættum í EES þá muni aðrar þjóðir ólmar vilja gera betri fríverslunarsamninga við okkur (USA, Kanada og önnur ESB lönd). Vil benda á að þetta var líka sagt í Bretlandi. Raunin þar er önnnur, þeir eru með verri samninga við öll þessi lönd í dag. Er ekki að sjá hvernig okkur eigi að takast betur til.

3) Það hafa verið gerðar 2 úttektir eftir 20 ára afmæli EES-samningsins. Ein var gerð að frumkvæði Björns Bjarnasonar, sjálfstæðismanns með meiru, og hin að frumkvæði núverandi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan var í stuttu máli þessi

a) Það er hagkvæmara , þrátt fyrir reglugerðarfarganið, að stunda viðskipti við ESB í gegnum EES samninginn en utan hans.

b) Einhver hluti reglugerðarfargansins er heimatilbúin ("gullhúðun") eða innleiðing á aukapökkum ("orkupakki" t.d.) sem ekki eru innan EES samningsins.

c) Okkur hefur ekki tekist að gera betri fríverslunarsamninga fyrir eða eftir EES. í nútímaþjóðfélagi. eru vöruviðskiptasamningar yfirleitt ekki nægilegir heldur þarf að gera heildarsamninga um þjónustulíka. Samningar sem myndu auka viðskiptahalla eru slæmir. Líka samningar þar sem greiða þarf með vörum til útflutnings.


mbl.is Endurskoða ætti aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsjáin að bera saman epli og perur

Það er ekki hægt að bera saman launaþróun í eigin mynt á Íslandi mið að við lönd með stöðugan gjaldmiðil eins og t.d. Danmörku. Á þessum tíma hefur gengisvísitala íslensku krónunnar farið ur 100 í 180. Þegar leiðrétt er fyrir þessu sést að raun launahækkunin er mjög svipuð og á hinum Norðurlöndunum.

 


mbl.is Meðallaun hækkað mun meira á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grein

Eins og margar undanfarnar hjá íþróttadeild Moggans um Búndeslíguna. Hafið þakkir fyrir!


mbl.is Þjarmað að Þjóðarsleggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hágæðavara

Ikea er líklega uppistaðan í húsgagnakosti flestra heimila á Íslandi. Undirritaður var einmitt að skipta um eina sperruna á svefnsófanum sem brotnaði þegar eldri strákurinn settist full harkalega á hann. Vonandi reynist jafnaðarstefnan traustari.


mbl.is „Viljum bara það sem virkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur ferill

Enginn Norðurlandamaður hefur átt þvílíkan íþróttaferil og það eru bara Floyd Mayweather, Joe Louis (með einni undantekningu), Rocky Marciano, Roy Jones Jr, Joe Calzaghe, Ricardo Lopez og Andre Ward sem hafa haldið mörgum titlum í hnefaleikum ósigraðir svona lengi. Vonandi fáum við að sjá Ceceliu taka einn bardaga í viðbót en annars þökkum við kærlega fyrir sýninguna:)


mbl.is Tapaði og kveðst hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningar um þjónustuviðskipti mikilvægari en vöruviðskipti

Í dag er Ísland með vöruviðskiptasamninga við yfir 40 ríki. Hins vegar eru aðeins þjónustuviðskiptasamningar við lönd EES og Færeyjar.

Vöruviðskiptasamningar eru í eðli sínu bundnir við vöruframleiðslu. Lönd sem hafa mikinn iðnað þar sem greidd eru lág laun hagnast, lönd sem hafa lítinn iðnað "tapa", þ.e. það verður viðskiptahalli.

Þróaðri lönd reyna því að stuðla að vöruframleiðslu sem auk þess býður upp á sölu á þjónustu. Það byggir á því að gera saminga um flæði vinnuafls og fjármagns auk vara. Það býður líka upp á að selja út þekkingu án vöruviðskipta og þá þarf að vera auðvelt að starfa milli landa.

Það er því mikilvægt að ná slíkum samningum við Bretland og Bandaríkin, ekki bara vörusviðskiptasamningum.

Erum með alltof marga eingöngu vöruviðskiptasamninga og flestir þeirra framkalla viðskiptahalla í dag (þ.e við flytjum meira inn en út)

 


Góðar fréttir fyrir okkur

Styrkir klárlega stöðu okkar í samningum við Breta um fríverslun (sem alltaf er verið að klára skv. elsku Gulla). Vonandi samt fellur ekki gengi Pundsins alltof mikið.


mbl.is Samdráttur í bresku efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvísköttunarsamningar Íslands eru drasl

Það skal taka fram að undirritaður gleðst með þeim eldri borgurum sem geta notið eftirlauna sinna óskertra en...

Upphaflega hugmyndin með tvísköttunarsamningum var að ekki þyrfti að flytja lögheimili ef unnið væri tímabundið erlendis. Þetta var fyrir EES þegar það gat tekið marga mánuði að fá atvinnu og dvalarleyfi í löndum ESB. Þ.e. þá er greiddur skattur í því landi sem lögheimilið er. Í staðinn var stöðugt vesen að koma í veg fyrir tvísköttun og rangsköttun og var vandamálið fólgið í því að erlendis kannaðist engin við þennan tvísköttunaramning Íslands og á Íslandi hafði RSK ekki mannskap að setja sig inní í alla þessa samninga. Niðurstaðan er sú að menn nenna þessu ekki lengur og flytja bara lögheimilið milli landa sem er mun einfaldari aðgerð í dag.


mbl.is Njóta skattleysis í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Jóni

Þetta er fyrsta vitræna tillagan sem maður hefur heyrt fra sjálfstæðismönnum í þessu máli. Það er að ræða við kollega okkar í EES og ESB að þetta mál eigi ekki erindi í EES-samninginn frekar en önnur auðlindamál. Norðmönnum er frjálst að semja um þessi mál við ESB alveg eins og samið hefur verið um aðrar auðlindir sbr. fiskveiðiheimildir.


mbl.is Standi utan orkulöggjafar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða sem eftir á að taka

Ekki er víst að stuðningur sé innan Viðreisnar að bæta við núverandi EES-samning löggjöf innri markaðar. Hingað til hefur stefnan verið að fara inn í ESB og styðjast við þau samningsmarkmið sem mótuð voru 2009-2012. Í þeim markmiðum var sett að undanskilja Ísland frá framkvæmd löggjafar orkumála innri markaðar ESB (meðan Ísland væri einangrað kerfi). Með umsóknarferlinu átti að stöðva viðbætur í núverandi EES samning sem liggja utan við kjarnasamstarf EES byggt a tvíhliða tilskipunun í gegnum ESA. Rétta leiðin að innri löggjöf ESB er að sækja um fulla aðild. Eða sleppa því.


mbl.is „Labbakútar“ sjá ESB allt til foráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband