10.7.2020 | 09:23
Samningar um þjónustuviðskipti mikilvægari en vöruviðskipti
Í dag er Ísland með vöruviðskiptasamninga við yfir 40 ríki. Hins vegar eru aðeins þjónustuviðskiptasamningar við lönd EES og Færeyjar.
Vöruviðskiptasamningar eru í eðli sínu bundnir við vöruframleiðslu. Lönd sem hafa mikinn iðnað þar sem greidd eru lág laun hagnast, lönd sem hafa lítinn iðnað "tapa", þ.e. það verður viðskiptahalli.
Þróaðri lönd reyna því að stuðla að vöruframleiðslu sem auk þess býður upp á sölu á þjónustu. Það byggir á því að gera saminga um flæði vinnuafls og fjármagns auk vara. Það býður líka upp á að selja út þekkingu án vöruviðskipta og þá þarf að vera auðvelt að starfa milli landa.
Það er því mikilvægt að ná slíkum samningum við Bretland og Bandaríkin, ekki bara vörusviðskiptasamningum.
Erum með alltof marga eingöngu vöruviðskiptasamninga og flestir þeirra framkalla viðskiptahalla í dag (þ.e við flytjum meira inn en út)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2019 | 11:17
Góðar fréttir fyrir okkur
Styrkir klárlega stöðu okkar í samningum við Breta um fríverslun (sem alltaf er verið að klára skv. elsku Gulla). Vonandi samt fellur ekki gengi Pundsins alltof mikið.
![]() |
Samdráttur í bresku efnahagslífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2019 | 11:34
Tvísköttunarsamningar Íslands eru drasl
Það skal taka fram að undirritaður gleðst með þeim eldri borgurum sem geta notið eftirlauna sinna óskertra en...
Upphaflega hugmyndin með tvísköttunarsamningum var að ekki þyrfti að flytja lögheimili ef unnið væri tímabundið erlendis. Þetta var fyrir EES þegar það gat tekið marga mánuði að fá atvinnu og dvalarleyfi í löndum ESB. Þ.e. þá er greiddur skattur í því landi sem lögheimilið er. Í staðinn var stöðugt vesen að koma í veg fyrir tvísköttun og rangsköttun og var vandamálið fólgið í því að erlendis kannaðist engin við þennan tvísköttunaramning Íslands og á Íslandi hafði RSK ekki mannskap að setja sig inní í alla þessa samninga. Niðurstaðan er sú að menn nenna þessu ekki lengur og flytja bara lögheimilið milli landa sem er mun einfaldari aðgerð í dag.
![]() |
Njóta skattleysis í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2018 | 12:11
Gott hjá Jóni
Þetta er fyrsta vitræna tillagan sem maður hefur heyrt fra sjálfstæðismönnum í þessu máli. Það er að ræða við kollega okkar í EES og ESB að þetta mál eigi ekki erindi í EES-samninginn frekar en önnur auðlindamál. Norðmönnum er frjálst að semja um þessi mál við ESB alveg eins og samið hefur verið um aðrar auðlindir sbr. fiskveiðiheimildir.
![]() |
Standi utan orkulöggjafar ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2018 | 15:39
Umræða sem eftir á að taka
Ekki er víst að stuðningur sé innan Viðreisnar að bæta við núverandi EES-samning löggjöf innri markaðar. Hingað til hefur stefnan verið að fara inn í ESB og styðjast við þau samningsmarkmið sem mótuð voru 2009-2012. Í þeim markmiðum var sett að undanskilja Ísland frá framkvæmd löggjafar orkumála innri markaðar ESB (meðan Ísland væri einangrað kerfi). Með umsóknarferlinu átti að stöðva viðbætur í núverandi EES samning sem liggja utan við kjarnasamstarf EES byggt a tvíhliða tilskipunun í gegnum ESA. Rétta leiðin að innri löggjöf ESB er að sækja um fulla aðild. Eða sleppa því.
![]() |
Labbakútar sjá ESB allt til foráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2018 | 13:35
Lof mér að falla
Íslenska krónan ...
![]() |
Veiking krónunnar skilar sér inn í vísitölu neysluverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2018 | 09:11
Að halda áfram og gefa jafnvel í
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2018 | 11:38
Þetta er ekki svona flókið
Vandamálið voru ekki erlendu innlánin og erlendu lánin sem slík heldur hvernig áhættustýringin var. Það að taka skammtímalán (sem þarf að endurfjármagna fljótlega) og áframlána sem kúlulán eða langtímalán (sem verða ekki endurgreidd fyrr en á lengri tíma) hlýtur að enda í slysi. Svipað með innlánin það þarf að tryggja að stór hluti þeirra sé bundin til lengri tíma.
Þetta er þekkt í áhættustýringu hjá þróaðri ríkjum að taka viljandi dýrari (hærri vexti) og lengri lán með í pakkann til að forða því að lenda í endurfjármögnunarvanda.
![]() |
Innlánin mun kvikari en menn héldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2018 | 15:57
Argentína fylgdi ekki áætlun AGS
Það gerði hinsvegar Ísland. Með guðs blessun:)
![]() |
Leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2018 | 10:23
Þetta er kjarni málsins
Norðmaðurinn bendir réttilega á að það þurfi nýjan samning við ESB ef að það á að taka inn tilskipanir utan fjórfrelsis þar sem vald er fært undir ESB- stofnanir. Ekki gengur til lengdar að troða tilskipunum sem eru gerðar fyrir innra samstarf ESB í núverandi EES-samning.
Þrír möguleikar eru í boði
1) Frysta núverandi EES-samning það er aðeins bæta inn nauðsynlegustu tilskipunum eða reglugerðum tengdu fjórfrelsi.
2) Gera nýjan tvíhliða samning við ESB sbr. Sviss og Bretland með eða an hinna EFTA-rÄ«kja.
3) Fara inn í ESB. Þyrfti að vera breið samstaða um slíkt á Íslandi áður.
Að sjálfsögðu á þjóðin að kjósa um framhaldið:)
![]() |
Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gunnar Sigfússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar