Tvísköttunarsamningar Íslands eru drasl

Það skal taka fram að undirritaður gleðst með þeim eldri borgurum sem geta notið eftirlauna sinna óskertra en...

Upphaflega hugmyndin með tvísköttunarsamningum var að ekki þyrfti að flytja lögheimili ef unnið væri tímabundið erlendis. Þetta var fyrir EES þegar það gat tekið marga mánuði að fá atvinnu og dvalarleyfi í löndum ESB. Þ.e. þá er greiddur skattur í því landi sem lögheimilið er. Í staðinn var stöðugt vesen að koma í veg fyrir tvísköttun og rangsköttun og var vandamálið fólgið í því að erlendis kannaðist engin við þennan tvísköttunaramning Íslands og á Íslandi hafði RSK ekki mannskap að setja sig inní í alla þessa samninga. Niðurstaðan er sú að menn nenna þessu ekki lengur og flytja bara lögheimilið milli landa sem er mun einfaldari aðgerð í dag.


mbl.is Njóta skattleysis í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Jóni

Þetta er fyrsta vitræna tillagan sem maður hefur heyrt fra sjálfstæðismönnum í þessu máli. Það er að ræða við kollega okkar í EES og ESB að þetta mál eigi ekki erindi í EES-samninginn frekar en önnur auðlindamál. Norðmönnum er frjálst að semja um þessi mál við ESB alveg eins og samið hefur verið um aðrar auðlindir sbr. fiskveiðiheimildir.


mbl.is Standi utan orkulöggjafar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða sem eftir á að taka

Ekki er víst að stuðningur sé innan Viðreisnar að bæta við núverandi EES-samning löggjöf innri markaðar. Hingað til hefur stefnan verið að fara inn í ESB og styðjast við þau samningsmarkmið sem mótuð voru 2009-2012. Í þeim markmiðum var sett að undanskilja Ísland frá framkvæmd löggjafar orkumála innri markaðar ESB (meðan Ísland væri einangrað kerfi). Með umsóknarferlinu átti að stöðva viðbætur í núverandi EES samning sem liggja utan við kjarnasamstarf EES byggt a tvíhliða tilskipunun í gegnum ESA. Rétta leiðin að innri löggjöf ESB er að sækja um fulla aðild. Eða sleppa því.


mbl.is „Labbakútar“ sjá ESB allt til foráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki svona flókið

Vandamálið voru ekki erlendu innlánin og erlendu lánin sem slík heldur hvernig áhættustýringin var. Það að taka skammtímalán (sem þarf að endurfjármagna fljótlega) og áframlána sem kúlulán eða langtímalán (sem verða ekki endurgreidd fyrr en á lengri tíma) hlýtur að enda í slysi. Svipað með innlánin það þarf að tryggja að stór hluti þeirra sé bundin til lengri tíma.

Þetta er þekkt í áhættustýringu hjá þróaðri ríkjum að taka viljandi dýrari (hærri vexti) og lengri lán með í pakkann til að forða því að lenda í endurfjármögnunarvanda.


mbl.is Innlánin mun kvikari en menn héldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er kjarni málsins

Norðmaðurinn bendir réttilega á að það þurfi nýjan samning við ESB ef að það á að taka inn tilskipanir utan fjórfrelsis þar sem vald er fært undir ESB- stofnanir. Ekki gengur til lengdar að troða tilskipunum sem eru gerðar fyrir innra samstarf ESB í núverandi EES-samning.

Þrír möguleikar eru í boði

1) Frysta núverandi EES-samning það er aðeins bæta inn nauðsynlegustu tilskipunum eða reglugerðum tengdu fjórfrelsi.

 

2) Gera nýjan tvíhliða samning við ESB sbr. Sviss og Bretland með eða an hinna EFTA-rÄ«kja.

 

3) Fara inn í ESB. Þyrfti að vera breið samstaða um slíkt á Íslandi áður.

 

Að sjálfsögðu á þjóðin að kjósa um framhaldið:)

 

 


mbl.is Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt hjá Kristrúnu

Skuldlaus Ríkissjóður með lítinn gjaldeyrisvarasjóð var ein helsta ástæða hversu illa Ísland stóð í hruninu. Þótt að ríkið væri mjög lítið skuldsett þá var fjármögnun íslands næstum stopp, bæði innlend sem erlend sem hefði endað í stórslysi ef við hefðum orðið gjaldeyrislaus.

Þetta sést afskaplega vel á þeim vöxtum sem voru á RIKH 18 skuldabréfi upp á 300 milljarða sem gefið var út til að endurfjármagna bankakerfið. Uphhafsvextir voru milli 9,5 og 17,5 % fyrsta árið. Það var ekki skemmtilegt fyrir önnur íslensk fyrirtæki að hafa þetta til viðmiðunar


mbl.is Nauðsynlegt að ríkissjóður skuldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ergelsið er heimatilbúið

Ákveðin öfl innan Íslands og sérstaklega Noregs vilja bæta við EES-samninginn og taka inn tilskipanir sem eru utan fjórfrelsis. Tilskipanirnar í Orkupakkanum eru meðal þeirra. Þetta hefur í för með sér valdaframsal til ESB-stofnana þar sem EFTA á enga aðild að.

Þessar tilskipanir, sem búið er að innleiða innan ESB, setja umsjón og eftirlit undir ESB-stofnanir og stofnanir innanlands eru settar beint undir það eftirlit (með reglugerðum). Ekki er hægt að ætlast til af ESB að breyta því í þágu EES-samningsins heldur verða EFTA-löndin að gera sérsamning við ESB. Slíkt á við um allt tengt auðlindastjórnun og hafa slíkir samningar verðir gerðir (t.d. um veiði á fisk úr flökkustofnum) án þess að EES-samningnum sé breytt. Það sama ætti að eiga við um orkuauðlindamarkaðinn, þ.e. í stað þess að EES-þjóðirnar taki upp (innra) regluverk ESB ætti hvert aðildaríki EFTA að gera sérsamning.

Það er ekki Evrópusambandið sem vill auka við EES-samninginn heldur Ísland og Noregur. Evrópusambandið vill helst bara að innri reglur eigi við um ESB-aðildaríki og ef ríki utan ESB eru stöðugt að taka inn tilskipanir og reglugerð af innri markaði vaknar sú spurning af hverju þau fari ekki bara alla leið. Það á bara að líta á EES sem sameiginlegt markaðs- og atvinnusvæði en ekki fara lengra með sameiginlega stjórnun og eftirlit en nauðsyn krefur. Því á ekki að innleiða tilskipanir í EES-samninginn sem krefja valdaframsals og eru utan fjórfrelsis.

Hins vegar er alveg ótvírætt að fylgja verður þeim reglum um frjálsan markað sem samið hefur verið um. Það á við varðandi frjálsa sölu og flutning á hráu kjöti eins og öðrum vörum. Við fengum þá fyrirvara (undanþágu) á sínum tíma að flytja ekki inn hrátt kjöt nema ef það væri vottað salmonellu-frítt. Það þýðir ekki að hengja sig núna í að það þurfi líka að vera sýklalyfja-frítt og gráta yfir því að sama krafa sé sett á íslenskt kjöt til útflutnings.


mbl.is Álíta sjálfstæðið vera vesen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband