Komið í veg fyrir neyðarlög nr. 3?

Þegar (almenna) bankakerfið var gert upp í hruninu og árin eftir, var það gert með setningu neyðarlaga í tveimur skrefum. Neyðarlög 1 áttu við stóru bankana 3 og veru sett af ríkisstjórn Geirs Haarde haustið 2008. Neyðarlög nr.2 voru sett í kringum uppgjör sparisjóðkerfisins af ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms og voru sjálfstætt framhald af neyðarlögum nr.1 með því "tvisti" að setja mætti í þrot gjaldfær félög með neikvæða eiginfjárstöðu (sem sagt þrátt fyrir að þau gætu greitt af lánum og greitt aðrar skyldur).

Neyðarlög 1 og 2 náðu ekki til Íbúðalánasjóðs enda átti að halda honum lifandi með öllum brögðum. Það var því látið duga að skipta honum upp í "vondan" (ILS) og "góðan" sjóð (HMS) sbr. gömlu og nýju bankana. Hugmyndin var svipuð að sjá með tímanum hvort að gamli vondi sjóðurinn myndi ná að vinna upp neikvæða stöðu sína. Íbúðalán undirritaðs lentu báðum megin í þessu ferli annar helmingur hjá ILS og hinn helmingurinn hjá HMS ( með ýmsum breytingum í gegnum hrunið á því láni sem Íbúðalánasjóður yfirtók af SPRON en sú sorgarsaga er efni í sér pistil).

Það má segja að líklega hefði þetta verið látið ganga jafnvel eftir að búið var að friða stóran hluta þjóðarinnar með "leiðréttingunni" (takk til þeirra skattgreiðanda sem greiddu hana til mín en fengu hennar ekki notið sjálfir). Með batnandi lánshæfis ríkisins fengu þó einhverjir þá hugmynd að gera upp ILS (vonda sjóð) strax þar sem það gæti gefið 100 milljarða eða meira í "hagnað" að "núvirði". Þetta stóð og féll með því sem stendur í greininni hér : "Að því gefnu að sjálf­sögðu að rík­is­sjóður hafi á þeim tíma getað end­ur­fjármagnað sig á markaðsvöxt­um".

Augljósasta leiðin var að semja um þetta við eigendur bréfanna sem að langmestu eru Lífeyrissjóðir og greiða að mestu með Ríkisskuldabréfum. Einhvernveginn fannst BB og félögum gáfulegra að hóta Neyðarlögum 3 sem felast í frumvarpi sem síðasta ríkisstjórn lagði fram. Á þessum stutta tíma hins vegar breyttust enn einu sinni lánskjör ríkissins þannig að væntur 100 milljarða + hagnaður stefndi í 30 milljarða +.

Nú er spurning hvað hafi valdið þessari breytingu. Ath. að breytingin á vöxtum hefur miklu meiri áhrif en á þetta uppgjör, þ.e. nær til allra lána landsmanna. Þetta er ekki ósvipað því sem Liz Truss ætlaði að gera í Bretlandi og varð til þess að hún entist ekki lengi í starfi (munurinn á því er að lánamál og traust Bretlands hafa áhrif á heimsvísu).

Undirritaður ákvað að fylgjast með skuldatryggingarálagi Íslands á þessu tímabili.

1) BB tilkynnir að leggja fram þetta frumvarp ( álagið hækkar eitthvað, lækkar aftur þegar talið er um að samningar sé forgangsatriði...

2) BB fer á fund í Valhöll, fær sér smá með matnum og segir að Reykjavíkurborg sé á hausnum. Álagið á borgina (Lánasjóð Sveitafélaga) rýkur upp daginn eftir og daginn eftir það hjá íslenska ríkinu. Það helst hátt þangað til ÞKRG tekur við.

3) ÞKRG er nýr fjármálaráðherra. Strax er samið um fyrsta uppgjör sem greitt er með Ríkisskuldabréfum. Skuldatryggingarálagið lækkar í það sem var fyrir 1). 

Niðurstaðan: Samningar virðast virka betur en Neyðarlög? 


mbl.is Lífeyrissjóðirnir stýra ferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og nítján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 1980

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband