23.2.2019 | 11:34
Tvísköttunarsamningar Íslands eru drasl
Það skal taka fram að undirritaður gleðst með þeim eldri borgurum sem geta notið eftirlauna sinna óskertra en...
Upphaflega hugmyndin með tvísköttunarsamningum var að ekki þyrfti að flytja lögheimili ef unnið væri tímabundið erlendis. Þetta var fyrir EES þegar það gat tekið marga mánuði að fá atvinnu og dvalarleyfi í löndum ESB. Þ.e. þá er greiddur skattur í því landi sem lögheimilið er. Í staðinn var stöðugt vesen að koma í veg fyrir tvísköttun og rangsköttun og var vandamálið fólgið í því að erlendis kannaðist engin við þennan tvísköttunaramning Íslands og á Íslandi hafði RSK ekki mannskap að setja sig inní í alla þessa samninga. Niðurstaðan er sú að menn nenna þessu ekki lengur og flytja bara lögheimilið milli landa sem er mun einfaldari aðgerð í dag.
Njóta skattleysis í Portúgal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Sigfússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tvísköttunarsamningar voru komnir til löngu fyrir daga RRS samningsins. Þeir eru fyrst og fremst ætlaðir til að koma í veg fyrir að fólk þurfi tvisvar að greiða skatt af tekjum sínum ef þeir búa í öðru landi en þeir eru með ríksiborgararétt í. Þetta með skattleysið í Portúgal er vegna þess að í Portúgal greiða menn í lífeyrissjóð af tekjum sem er búið að skattleggja og greiða því ekki tekjuskatt þegar tekið er út úr lífeyrissjóði. Reyndar er upphæðin þá þeim mun minni semm þar er sem nemur skattinum af fénu þegar það fer inn fyrir þá sem hafa alla tíð búið í Portúgal. Hér á landi og í flestum ef ekki öllum EES ríkjum sem eru með lífeyrissjóðakerfi þá fer lífeyrisframlagið inn í lífeyrissjóðina af óskattlögðu fé en en er á móti skattlagt þegar það er tekið út. Með því að greiða í lífeyrissjóð allan tíman í landi sem er með okkar kerfi en færa síðan lögheimiið til Portúgals þegar það er tekið út virðist vera hægt að komast alfarið hjá skattlagningu fjársins. Það hefur ekkert að gera með tvísköttunarsamningana sem slíka heldur mismun á reglum um skattlagningu lífeyrissjóðsiðgjalda og greiðslna frá lífeyrssijóðum. Þetta kerfi sem er í Portúgal er það kerfi sem Flokkur Fólksins hefur lagt til að verði tekið upp á Íslandi.
Sigurður M Grétarsson, 24.2.2019 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.