Hvernig gat ráðherra slitið umsóknarferli með bréfi án þess að hafa umboð þings?

Ég vil byrja á að benda á frábæra grein Davíðs Þórs Björgvinssonar á DV þar sem farið er í gegnum aðildaferlið. Reikna með að alþingismenn og ráðherrar ættu að vera meðvitaðir um þetta https://www.dv.is/eyjan/2025/7/30/david-thor-bjorgvinsson-skrifar-adild-ad-esb-bakdyramegin/

Það virðist hafa verið öllum ljóst (nema kannski Gunnari Braga og lögspekingum hans)að til að taka Ísland alveg úr aðildaferlinu hefði þurft umboð þings og þjóðar. Allt annað væri bara yfirlýsing um að þáverandi ríkisstjórn ætlaði sér ekki að halda áfram með aðildarviðræður (sem hún hafði umboð frá kjósendum til). Þar með var Ísland tekið af lista umsóknarríkja sem var orðrétt það sem beðið var um. Það þýddi þó ekki að aðildarumsóknin, með þeim köflum sem búið var að semja um, væri tekin tilbaka.

Það hefur þessi síðbúna þingsályktunartillaga síðari ríkisstjórnar líklega átt að gera en eðilegt ferli hefði verið að gera hana og samþykkja á Alþingi af fyrrverandi ríkisstjórn sem sendi þetta bréf út. Þá hefði þáverandi utanríkisráðherra haft fullt umboð að draga umsóknina formlega tilbaka. Afhverju það var ekki gert í þau rúm 11 ár sem meirihluti var á þinginu er furðulegt og líka að einn umdeildasti þátturinn í aðildarviðræðunum, þ.e. Orkupakkinn, var tekinn inn í EES samninginn.

Nú er komin ríkisstjórn sem vill halda viðræðunum áfram og þarf til þess eðilega umboð þings og hefur umboð þjóðar frá kjósendum með því skilyrði að samningurinn verði sendur í þjóðaratkvæði. Umboð þings liggur þegar fyrir frá eldra þingi en auðvitað er best að gera nýja þingsályktunartillögu til að skerpa á því, þ.e. að þingmeirihluti sé fyrir því að taka þráðinn upp aftur. Sú speki að ráðherra geti hafið eða hætt aðildarviðræðum einsamall er auðvitað ekki raunveruleiki. Það þarf alltaf umboð þings og þjóðar til þess.


mbl.is Tillaga um afturköllun dó í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2025

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 146
  • Frá upphafi: 2261

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband