10.7.2020 | 09:23
Samningar um þjónustuviðskipti mikilvægari en vöruviðskipti
Í dag er Ísland með vöruviðskiptasamninga við yfir 40 ríki. Hins vegar eru aðeins þjónustuviðskiptasamningar við lönd EES og Færeyjar.
Vöruviðskiptasamningar eru í eðli sínu bundnir við vöruframleiðslu. Lönd sem hafa mikinn iðnað þar sem greidd eru lág laun hagnast, lönd sem hafa lítinn iðnað "tapa", þ.e. það verður viðskiptahalli.
Þróaðri lönd reyna því að stuðla að vöruframleiðslu sem auk þess býður upp á sölu á þjónustu. Það byggir á því að gera saminga um flæði vinnuafls og fjármagns auk vara. Það býður líka upp á að selja út þekkingu án vöruviðskipta og þá þarf að vera auðvelt að starfa milli landa.
Það er því mikilvægt að ná slíkum samningum við Bretland og Bandaríkin, ekki bara vörusviðskiptasamningum.
Erum með alltof marga eingöngu vöruviðskiptasamninga og flestir þeirra framkalla viðskiptahalla í dag (þ.e við flytjum meira inn en út)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. júlí 2020
Um bloggið
Gunnar Sigfússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar