Ergelsið er heimatilbúið

Ákveðin öfl innan Íslands og sérstaklega Noregs vilja bæta við EES-samninginn og taka inn tilskipanir sem eru utan fjórfrelsis. Tilskipanirnar í Orkupakkanum eru meðal þeirra. Þetta hefur í för með sér valdaframsal til ESB-stofnana þar sem EFTA á enga aðild að.

Þessar tilskipanir, sem búið er að innleiða innan ESB, setja umsjón og eftirlit undir ESB-stofnanir og stofnanir innanlands eru settar beint undir það eftirlit (með reglugerðum). Ekki er hægt að ætlast til af ESB að breyta því í þágu EES-samningsins heldur verða EFTA-löndin að gera sérsamning við ESB. Slíkt á við um allt tengt auðlindastjórnun og hafa slíkir samningar verðir gerðir (t.d. um veiði á fisk úr flökkustofnum) án þess að EES-samningnum sé breytt. Það sama ætti að eiga við um orkuauðlindamarkaðinn, þ.e. í stað þess að EES-þjóðirnar taki upp (innra) regluverk ESB ætti hvert aðildaríki EFTA að gera sérsamning.

Það er ekki Evrópusambandið sem vill auka við EES-samninginn heldur Ísland og Noregur. Evrópusambandið vill helst bara að innri reglur eigi við um ESB-aðildaríki og ef ríki utan ESB eru stöðugt að taka inn tilskipanir og reglugerð af innri markaði vaknar sú spurning af hverju þau fari ekki bara alla leið. Það á bara að líta á EES sem sameiginlegt markaðs- og atvinnusvæði en ekki fara lengra með sameiginlega stjórnun og eftirlit en nauðsyn krefur. Því á ekki að innleiða tilskipanir í EES-samninginn sem krefja valdaframsals og eru utan fjórfrelsis.

Hins vegar er alveg ótvírætt að fylgja verður þeim reglum um frjálsan markað sem samið hefur verið um. Það á við varðandi frjálsa sölu og flutning á hráu kjöti eins og öðrum vörum. Við fengum þá fyrirvara (undanþágu) á sínum tíma að flytja ekki inn hrátt kjöt nema ef það væri vottað salmonellu-frítt. Það þýðir ekki að hengja sig núna í að það þurfi líka að vera sýklalyfja-frítt og gráta yfir því að sama krafa sé sett á íslenskt kjöt til útflutnings.


mbl.is Álíta sjálfstæðið vera vesen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2018

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband