13.4.2018 | 17:49
Stutt kynning á EES-samningnum fyrir Guðlaug Þór
Elsku Gulli minn,
nú ertu hissa og reiður að ESB-sinnar vilji ekki bæta við EES-samninginn.
Ástæðan er sú að EES-samningurinn er samningur um innleiðingu á tilskipunum sem byggja á fjórfrelsi, þ.e frjáls flutningur fjármagns, fólks, þjónustu og vara. Í þessum samningi eru því undanskyldir þættir sem snúa að auðlindastjórn og fullveldi ríkja/stofnana á þeirra vegum.
Það ætti nú samt ekki að hafa farið framhjá þér að ESB sem slíkt hefur innleitt fullt af reglum og tilskipunum sem ekki eiga við EES heldur lönd ESB eingögu, m.a. varðandi sameiginlega skattastefnu, sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlega auðlindastjórn. Eitt þessara mála er sameiginleg stjórn orkumála sem byggir meðal annars á því að vald er fært frá aðildaríkjum til stofnanna innan ESB en í þeim stofnunum sitja að sjálfsögðu fulltrúar þessara aðildaríkja.
Það er eðlilega ekkert í (upphaflega) EES-samningnum sem gerir ráð fyrir slíkri sameiginlegri stjórn. Ef að við myndum innleiða tilskipanir tengdri sameiginlegri auðlindastjórn (sem er ekki hluti af fjórfrelsinu) þá værum við í raun að afsala okkur völdum til stofnana ESB en þar eiga EES-ríkin eðlilega engan fulltrúa. Við eigum og þurfum auðvitað ekki að gera það það er enginn að neyða okkur til þess. Það er líka óþarfi að líta á þetta sem einhvern greiða við Noreg, þeir geta alveg innleitt þetta í lög hjá sér (eða gert sérsamning) án þess að þetta fari í gegnum EES.
Sem dæmi um slíkt t.d. nefna samninga sem gerðir hafa verið um fiskveiði-kvóta úr flökkustofnum. Það hefur verið hægt að gera þá án þess að innleiða þetta sem tilskipun í EES-samninginn.
Með öðrum orðum kallinn mínn, þá megum við alveg segja nei þótt einhver nefnd á okkar vegum hafi sagt já, þar sem þjóðþingið og stjórnvöld á íslandi eiga lokaorðið.
Og jafnvel þótt okkur Evrópusinnum langi ofsalega í meira samstarf við ESB þá viljum samt ekki afsala okkur yfirráðum yfir auðlindamálum bara svona.
Þannig að endilega láttu nú fólkið í ráðuneytinu hjálpa þér með að skilja þetta og hætta að eyða svona miklum tíma í BREXIT, það er ekki okkar vandamál (ennþá).
Kær kveðja....
![]() |
Tregða að byggja á tveimur stoðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. apríl 2018
Um bloggið
Gunnar Sigfússon
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar