Er ekki spurning að nota þá samninga sem eru í gangi betur

Ísland og Noregur eru í dag með fríverslunarsamninga við 50+ ríki utan ESB auk EES-samningsins. Víðtækustu samningar sem Ísland hefur gert utan EES er við Færeyjar og síðast Bretland. Þeir eru byggðir á sama prinsippi og EES og eru ekki betri en sambærilegir að mörgu leiti. Í samningum við Bretland er þó ekki að fullu frjálst flæði vinnuafls og fjármagns.

EES samningurinn, sem er við ríki innan ESB, tryggir fjórfrelsið, þ.e. fólk, fjármagn, vörur (ekki alveg tollfrjálst) og þjónustu. Hann nær ekki lengra að óbreyttu nema ef aðildarlönd ákveða að bæta inn fleiri liðum (sbr. orkupakka og persónuverndarlög).

Nú þurfa Jón og félagar að útskýra hvernig þeir ætli sér að ná betri samningum og færri hindrunum viðskipta með því að fara úr EES. Nokkrar staðreyndir

1) EES samstarf okkar hindrar tæknilega ekki okkur í að gera fríverslunarsamninga við lönd utan ESB. Dæmi um þetta er fríverslunarsamningar okkar við Færeyjar, Sviss og Kína (ég ætla ekki að telja upp hina 50 sem eru næstum ekkert notaðir)

2) Það virðist einhver misskilningur vera í gangi að ef við hættum í EES þá muni aðrar þjóðir ólmar vilja gera betri fríverslunarsamninga við okkur (USA, Kanada og önnur ESB lönd). Vil benda á að þetta var líka sagt í Bretlandi. Raunin þar er önnnur, þeir eru með verri samninga við öll þessi lönd í dag. Er ekki að sjá hvernig okkur eigi að takast betur til.

3) Það hafa verið gerðar 2 úttektir eftir 20 ára afmæli EES-samningsins. Ein var gerð að frumkvæði Björns Bjarnasonar, sjálfstæðismanns með meiru, og hin að frumkvæði núverandi flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan var í stuttu máli þessi

a) Það er hagkvæmara , þrátt fyrir reglugerðarfarganið, að stunda viðskipti við ESB í gegnum EES samninginn en utan hans.

b) Einhver hluti reglugerðarfargansins er heimatilbúin ("gullhúðun") eða innleiðing á aukapökkum ("orkupakki" t.d.) sem ekki eru innan EES samningsins.

c) Okkur hefur ekki tekist að gera betri fríverslunarsamninga fyrir eða eftir EES. í nútímaþjóðfélagi. eru vöruviðskiptasamningar yfirleitt ekki nægilegir heldur þarf að gera heildarsamninga um þjónustulíka. Samningar sem myndu auka viðskiptahalla eru slæmir. Líka samningar þar sem greiða þarf með vörum til útflutnings.


mbl.is Endurskoða ætti aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Gunnar Sigfússon

Höfundur

Gunnar Sigfússon
Gunnar Sigfússon
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband